Færsluflokkur: Bloggar

DVD diskur tilbúinn

Jæja kæru Lassar nú er DVD diskurinn loksins tilbúinn og sumir búinir að fá hann, aðrir eiga von á honum á næstu dögum. Diskurinn er spilanlegur í tölvu eða í DVD spilara og á honum eru bæði myndir frá ættarmótinu sjálfu sem og myndbrotin sem Árni sýndi okkur. Sumir hafa ekki alveg áttað sig á uppsetningunni á diskum en hann er settur upp eins og bíómynd þar sem þarf að velja það sem á að skoða.

Hér eru smá leiðbeiningar: 

Þegar diskurinn er settur í kemur upp mynd af Bolungarvík og þar er valmynd, annars vegar er hægt að velja myndir og hins vegar myndbrot. Ef myndir eru valdar er hægt að velja nokkra flokka, gönguferð 1, gönguferð 2, grill og kvöldverður. Ef myndbrot er valið eru nokkur í boði, mismikil gæði eru enda gömul myndbrot og ekki öll með hljóði. Í heimildamyndinni kemur brot af afa og ömmu í sjoppunni en það brot er líka hægt að velja í valmyndinni til að horfa eingöngu á þau.

Ef þetta gengur ekki upp þá hafið þið endilega samband og við reddum því.  

Vonandi hafið þið gaman að þessum myndum og myndböndunum og ef þið lumið á skemmtilegum myndum frá ættarmótinu eða öðru má líka skella þeim hingað inn.

Einn úr hverri fjölskyldu fær diskinn sendann og deilir henni svo með sínu fólki. Eftirfarandi fá disk:

Ingý, Effi, Jóna, Hjölli, Siggi, Ranný, Gummi, Magnea, Sæsi, Elva Jóna, Sibba, Dagrún.  

Bestu kveður

Björg 


Takk fyrir síðast

Kæru Lassar 

Mig langar að þakka ykkur öllum sem komuð á ættarmótið kærlega fyrir samveruna mér fannst þetta heppnast bara alveg ljómandi vel. Kokkurinn hafði orð á því að andrúmsloftið hafi verið svo afslappað og ljúft að honum hafi liðið eins og þetta væri ættin hans, ekki slæm meðmæli það enda klassa ætt. Smile  Ég er búin að fá greitt frá öllum og gera upp við alla og eftir standa 5.225 kr. Þann pening ætla ég að nota til að kaupa diska sem við munum brenna video myndbandið á og senda á einn úr hverri fjölskyldu. Eins þarf ég líklega að borga fyrir að stækka síðuna hérna til að geta sett inn fleiri myndir. Diskurinn er í vinnslu og munum við koma honum til ykkar við tækifæri.

Nú óska ég bara eftir myndum frá ættarmótinu ef einhverjir eiga myndir þá er um að gera að hafa samband og skella þeim inn.

Björg


Laugardagurinn 13.júní

Dagskrá

Við ætlum að hittast við grunnskólann (tröppurnar við eldri bygginguna) klukkan 11 á laugardaginn og ganga þaðan saman á slóðir ömmu og afa, rifja upp gamla tíma og fræða þau yngstu um þessa staði. Við endum svo á tjaldstæðinu þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur. Eftir þetta verður hægt að fara í:

  • Sund
  • Golf (áhugasamir láti vita á larsenfamily@live.com)
  • Fótbolta
  • Gönguferð inn á sand
  • Nú eða eitthvað annað skemmtilegt sem Víkin býður upp á. 

Við hittumst svo aftur öll saman klukkan 18 í sal Bakkavíkur (frystihúsinu) þar sem við borðum saman kvöldverð. Matur og drykkir eru innifaldir í verðinu en við verðum á barnvænum nótum og áfengislaus. Eftir matinn er hins vegar tilvalið fyrir þá sem vilja að kíkja á Kjallarann og lengja kvöldið.  

Verð

Innifalið: pylsur og drykkir í hádeginu, kvöldverður, eftirréttur og drykkir.

  • 6 ára og yngri frítt
  • 7 - 12 ára 1500
  • 13 ára og eldri 3000

Vinsamlega leggið inn á reikning fyrir laugardaginn:

  • 1176-15-200094, kt. 080378-5999

Sjáumst hress,
Björg


Næsta helgi!!

Jæja það styttist nú heldur betur í ættarmótið og við erum að leggja lokahönd á undirbúning laugardagsins. Hugmyndin er að hafa stutta og einfalda dagskrá um daginn, að hluta til allir saman og svo verði ýmislegt í boði þar til við hittumst aftur til að borða saman um kvöldið.

75 manns eru nú þegar skráðir sem er nú bara ágætt en ef fleiri hafa hug á því að koma er bara að senda á mig línu svo hægt sé að gera ráð fyrir öllum í matinn. Ég er að bíða eftir verðinu á matinn og mun setja upplýsingar um það hingað inn og reikningsnúmer svo hægt verði að ganga frá því.

Aftur langar mig líka að biðja um myndir, ef einhver lumar á einhverjum skemmtilegum myndum sem væri gaman að leyfa fólki að sjá þá má endilega senda þær í tölvupósti.

Kveðja

Björg

larsenfamily@live.com

 


Skráning á ættarmótið

Jæja þá styttist óðum í ættarmótið og eru Magnea og Gunni búin að útvega okkur sal í frystihúsinu og fá einhvern snilling til að elda fyrir okkur. Nánari dagskrá verður kynnt síðar en hugmyndin er að hafa þetta nokkuð frjálst en þó þannig að við gerum eitthvað skemmtilegt saman. Þeir sem verða komnir á föstudagskvöldinu geta hittst þá og svo höfum við einhverja einfalda dagskrá á laugardeginum og borðum svo saman um kvöldið.

Eðlilega þarf að greiða fyrir matinn á laugardagskvöldinu og því nauðsynlegt að fá upplýsingar um fjölda sem fyrst, svo ég bið ykkur að senda póst á larsenfamily@live.com og gefa upp fjölda barna og fullorðinna sem munu mæta. Skráning þarf að fara fram fyrir sunnudaginn 17.maí. Í framhaldinu fáum við svo tilboð í matinn og getum þá látið ykkur vita hvað hann mun kosta.

Svo langar mig til að biðja barnabörnin að taka sig á og skrifa stuttlega um sig í gestabókina, koma svo!!

Larsenkveðjur

Björg 

 


Barnabörnin kynna sig

Jæja kæru lassar þá ætlum við að brydda upp á nýjung. Hugmyndin er að barnabörn afa og ömmu myndu segja stuttlega frá sér og sínum í gestabókinni. Eins og Dagrún benti á þá þekkjast margir hverjir ekki og fullt af börnum komin í ættina svo að gaman væri að taka stöðuna á því hvað fólk er að gera, hvar það býr og hvort það eigi börn og jafnvel eitthvað fleira. Þarf ekki að vera flókið, bara stutt og gaman fyrir okkur öll að fá smá fréttir af ættinni.

Ég skal byrja og svo skora ég á ykkur hin að skrifa um ykkur.

Kíkið í gestabókina.

Kveðja

Björg 


Nýjar myndir frá Ranný og svör við "hver er maðurinn"

Ranný hefur sett inn albúm með fullt af nýjum myndum sem gaman er að kíkja á. Það væri reyndar mjög gaman ef einhverjir myndu skrifa athugasemdir við myndirnar til að segja okkur hverjir þar eru á ferð. Það er ekki augljóst í öllum tilfellum. Aftur hvetjum við fólk til að senda okkur myndir eða hafa samband við okkur og við hjálpum til við það, eins auglýsum við eftir skemmtilegum myndum í leikinn okkar "hver er maðurinn".

Niðurstöður úr "hver er maðurinn":

Seinni myndin virtist ekki vefjast fyrir fólki enda hafa þær Ingý og Bugga ekkert breyst og eru enn í eldhúsinu.

Fyrri myndin var aftur á móti aðeins erfiðari og margar skemmtilegar tillögur. Sannleikurinn er sá að þessi stórglæpamaður er enginn annar er Arnar Jóhann að koma frá lækni þar sem hann fékk eitthvað í augað.

Fljótlega munum við setja inn fleiri myndir í seríunni "hver er maðurinn" svo endilega fylgist með. Sumir þurfa þó að herða sig aðeins í ágiskunum (Sæsi - þessu er sérstaklega beint til þín).

Meira síðar,
Nefndin

 

 


Nýjar myndir

Dísa er búin að bæta við nýju albúmi með fullt af nýjum myndum

Hver er persónan?

Næst er gömul mynd úr safni ónefnds larsens....hver er persónan?

02-22-2009 05;23;39

Smelltu á myndina til að stækka


Hver er maðurinn

Við ætlum að byrja nýjan lið í þessu bloggi sem kallast Hver er maðurinn?  Við setjum inn gamlar myndir og þið getið giskað inni á comments á hver er maðurinn.

Fyrsti maðurinn er stórglæpamauður eins og reyndar margir Lassar og sést greinilega á myndinni að hann hefur upplifað magrgt misjafnt á ævinni..........Hver er hann??

Image

Smellið á myndina til að fá hana stærri.

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband