Ættarmót

Takið helgina 12.-14.júní frá

Sæl öll

 

Í ár eru liðin 90 ár frá fæðingu ömmu og afa (Bjöggu og Finna) og af því tilefni langar okkur að hittast á æskuslóðum í Bolungarvík í sumar. Hugmyndin er að vera þar helgina 12.-14. júní og eyða hluta af laugardeginum og laugardagskvöldinu 13. júní saman, en það er einmitt dánardagur ömmu. Því miður komast aldrei alveg allir en vonandi sjá sem flestir sér fært að koma enda fyrirvarinn nokkuð góður. Hver og einn myndi sjá sér fyrir gistingu en ég ætla að reyna að panta fyrir okkur mat og sal svo við getum verið öll saman á laugardagskvöldinu.

 

Til að miðla upplýsingum höfum við Hemmi sett upp þessa síðu og vonumst við til að þið verðið dugleg að kíkja hingað og jafnvel skrifa nokkrar línur, gaman væri ef þið mynduð kvitta í gestabókina til að geta fylgst með hverjir hafa frétt af þessu. Eins má skrifa comment við færslurnar. Mig langar til að biðja ykkur að hjálpa mér að láta þetta fréttast með því að segja ykkar fólki frá þessari síðu. Eins væri gaman ef þið ættuð myndir sem hægt væri að setja á síðuna að þið mynduð senda okkur þær á larsenfamily@live.com

 

Takið endilega þessa helgi frá og fylgist með en ég mun miðla frekari upplýsingum hingað síðar.

 

Bestu kveðjur

Björg Jónsdóttir


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ættarmót sem ég er leyngi búinn að bíða  eftir en verð því miður að seigja pass við vegna þess að ég bý erlendis og á 2 börn í skóla sem geta ekki tekið frí á þessum tíma.Kveðja Þura

Þura (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband