14.3.2009 | 14:20
Barnabörnin kynna sig
Jæja kæru lassar þá ætlum við að brydda upp á nýjung. Hugmyndin er að barnabörn afa og ömmu myndu segja stuttlega frá sér og sínum í gestabókinni. Eins og Dagrún benti á þá þekkjast margir hverjir ekki og fullt af börnum komin í ættina svo að gaman væri að taka stöðuna á því hvað fólk er að gera, hvar það býr og hvort það eigi börn og jafnvel eitthvað fleira. Þarf ekki að vera flókið, bara stutt og gaman fyrir okkur öll að fá smá fréttir af ættinni.
Ég skal byrja og svo skora ég á ykkur hin að skrifa um ykkur.
Kíkið í gestabókina.
Kveðja
Björg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.