Skráning á ættarmótið

Jæja þá styttist óðum í ættarmótið og eru Magnea og Gunni búin að útvega okkur sal í frystihúsinu og fá einhvern snilling til að elda fyrir okkur. Nánari dagskrá verður kynnt síðar en hugmyndin er að hafa þetta nokkuð frjálst en þó þannig að við gerum eitthvað skemmtilegt saman. Þeir sem verða komnir á föstudagskvöldinu geta hittst þá og svo höfum við einhverja einfalda dagskrá á laugardeginum og borðum svo saman um kvöldið.

Eðlilega þarf að greiða fyrir matinn á laugardagskvöldinu og því nauðsynlegt að fá upplýsingar um fjölda sem fyrst, svo ég bið ykkur að senda póst á larsenfamily@live.com og gefa upp fjölda barna og fullorðinna sem munu mæta. Skráning þarf að fara fram fyrir sunnudaginn 17.maí. Í framhaldinu fáum við svo tilboð í matinn og getum þá látið ykkur vita hvað hann mun kosta.

Svo langar mig til að biðja barnabörnin að taka sig á og skrifa stuttlega um sig í gestabókina, koma svo!!

Larsenkveðjur

Björg 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband