26.6.2009 | 22:17
Takk fyrir síðast
Kæru Lassar
Mig langar að þakka ykkur öllum sem komuð á ættarmótið kærlega fyrir samveruna mér fannst þetta heppnast bara alveg ljómandi vel. Kokkurinn hafði orð á því að andrúmsloftið hafi verið svo afslappað og ljúft að honum hafi liðið eins og þetta væri ættin hans, ekki slæm meðmæli það enda klassa ætt. Ég er búin að fá greitt frá öllum og gera upp við alla og eftir standa 5.225 kr. Þann pening ætla ég að nota til að kaupa diska sem við munum brenna video myndbandið á og senda á einn úr hverri fjölskyldu. Eins þarf ég líklega að borga fyrir að stækka síðuna hérna til að geta sett inn fleiri myndir. Diskurinn er í vinnslu og munum við koma honum til ykkar við tækifæri.
Nú óska ég bara eftir myndum frá ættarmótinu ef einhverjir eiga myndir þá er um að gera að hafa samband og skella þeim inn.
Björg
Athugasemdir
Hæhæ,,,ég vil bara þakka fyrir mig og mína þetta var alveg frábært..
Bestu kveðjur frá Akureyri.
Beta (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.