25.9.2009 | 12:56
DVD diskur tilbúinn
Jæja kæru Lassar nú er DVD diskurinn loksins tilbúinn og sumir búinir að fá hann, aðrir eiga von á honum á næstu dögum. Diskurinn er spilanlegur í tölvu eða í DVD spilara og á honum eru bæði myndir frá ættarmótinu sjálfu sem og myndbrotin sem Árni sýndi okkur. Sumir hafa ekki alveg áttað sig á uppsetningunni á diskum en hann er settur upp eins og bíómynd þar sem þarf að velja það sem á að skoða.
Hér eru smá leiðbeiningar:
Þegar diskurinn er settur í kemur upp mynd af Bolungarvík og þar er valmynd, annars vegar er hægt að velja myndir og hins vegar myndbrot. Ef myndir eru valdar er hægt að velja nokkra flokka, gönguferð 1, gönguferð 2, grill og kvöldverður. Ef myndbrot er valið eru nokkur í boði, mismikil gæði eru enda gömul myndbrot og ekki öll með hljóði. Í heimildamyndinni kemur brot af afa og ömmu í sjoppunni en það brot er líka hægt að velja í valmyndinni til að horfa eingöngu á þau.
Ef þetta gengur ekki upp þá hafið þið endilega samband og við reddum því.
Vonandi hafið þið gaman að þessum myndum og myndböndunum og ef þið lumið á skemmtilegum myndum frá ættarmótinu eða öðru má líka skella þeim hingað inn.
Einn úr hverri fjölskyldu fær diskinn sendann og deilir henni svo með sínu fólki. Eftirfarandi fá disk:
Ingý, Effi, Jóna, Hjölli, Siggi, Ranný, Gummi, Magnea, Sæsi, Elva Jóna, Sibba, Dagrún.
Bestu kveður
Björg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.