Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Jón Viðar Friðriksson

Hæ Jón Viðar heiti ég kallaður Jónsi.Sonur Sigga Lassa. Konan mín er Sigurbjörg Lilja Og á ég einn strák sem er 4mánaða og heitir Friðrik Snær, svo á ég 2 fósturbörn Bjarka Már fæddur 98 og Elísabetu fædd 01, Sjáumst hress á ættarmótinu.

Jón viðar (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 5. júní 2009

Sigríður Jóna

Hæ ég heiti Sigga Jóna og er dóttir Rúnu og Guðmundar. Maðurinn minn er Hallgrímur Óli og við eigum tvö börn, Ingólf Ívar '81 og Sigurbjörg '84. Unnusta Ingólfs er Íris Ingvarsdóttir og dóttir þeirra er Eydís Birta '05 og eiga þau vona á öðru barni í júlí. Sjáumst á ættarmótinu. Kveðja Sigga Jóna

Sigga Jóna (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 2. júní 2009

Þosteinn Arnar Einarsson

Hæ ég heiti Þosteinn Arnar Einarsson og er Sonur Ingibjargar Guðfinnsdóttur og Einars Þosteinssonar kona mín er Hildur Magnúsdóttir og synir okkar eru Einar Magnús "79, Arnar Steinn "95 og Bjarki Þór "97. kona Einars er 'Agústa Sif Brynjarsdóttir börn þeirra eru Alexander Snær "00 og Sandra Líf "04. mæting er ennþá ???

Þosteinn Arnar Einarsson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 28. maí 2009

Guðfinnur Friðriksson

Hæ ég heiti Guðfinnur Friðriksson(Gussi)og er sonur sigga lassa og sigrúnar þorgils.Konan min er Kristín Lilja Ólafsdóttir og á eina dóttir Klara Björg verður 2 ára i júli og eina fósturdóttir Petra camilla 9 ára við búum á selfossi.Sjáumst hress og kát á ættarmótinu:)

Guðfinnur Friðriksson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 28. maí 2009

Árni Pétur Jónsson

Hæ, Árni Pétur Jónsson heiti ég og er sonur Jón Eðvalds og Guðbjargar Hermannsdóttur. Kona mín er Guðrún Elísabet Baldursdóttir og eigum við þrjú börn, þau eru: Hildur Elísabet Árnadóttir 14 ára, Daníel Orri Árnason 10 ára og Alexander Aron Árnason 2 ára. Við mætum öll á ættarmótið í sumar.

Árni Pétur Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 25. maí 2009

Elísabet Árný Árnadóttir

Sælt veri fólkið.Ég heiti Beta og er dóttir Rannýar og Árna.Bræður mínir eru þeir Friðrik og Guðfinnur.Við fluttum til Akureyrar 1990 og erum við því búin að vera hér í næstum 19 ár.Ég er gift Hauki Ragnarssyni og eigum við þrjú börn,Birki Frey sem er fæddur ´96 Hlyn Ívar ´99 og hana Emelíu Karen sem er fædd ´05.

Elísabet Árný Árnadóttir. (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 19. maí 2009

Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Komið þið sæl og blessuð frænkur og frændur og aðrir vandamenn. Ég heiti Sigurbjörg og er dóttir Rúnu og Guðmundar Agnars, ég á 4 systkini sem eru Sigga jóna,Þura,Agnar og Friðrik.Ég á heima á Ísafirði ásamt manninum mínum sem er Hafþór Halldórsson og fimm börnum og 2 hundum.Börnin eru Guðmundur Magnús fæddur "83,tvíburarnir Hermann Freyr og Rúnar Freyr "89,Sigurlaug Margrét"94 og litla barnið mitt Þórður Gunnar"01 og svo hundarnir Kútur og Freyja. Með bestu kveðjum og hlakka mikið til að sjá ykkur sem flest á ættarmótinu í sumar kveða Sibba og Fjölskylda.

Sigurbjörg Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 17. maí 2009

Erna Björg Gylfadóttir

Sælir allir saman, Ég er hún Erna Björg og er kölluð Bjagga, er búsett á Skaganum ásamt kallinum mínum Þórði Guðnasyni og eigum við tvö börn Evlalíu Lind 5.ára og Stíg Bergmann sem verður 1.árs í júní.Ég er dóttir Gylfa Borgþórs heitinns og Bryndísar og á ég fimm systur Dóru,Hrefnu,Elvu,Rögnu og Biddu. Kveðja Erna Björg og fjölskylda

Erna Björg Gylfadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 14. maí 2009

barnabörn

hvar eru allir Lassarnir hingad til hafa teir ekki verid tekktir fyrir feimmni tad væri nú gaman ef fleiri barnabörn skrifudu svo madur viti hvad tessi frábæra ætt er ordin stór.Kvedja frá Grimsby Thura

Thuridur Gudmundsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 21. apr. 2009

Rúna Guðmunda Larsen Gunnarsdóttir

sæl:) Ég heiti Rúna og er verslunarstjóri há Office1 é er dóttir Dísu og Gunnars. Og er elst og frekust sem er Ömmu og Ingý að kenna þær kenndu mér ALLA ósiði.... Ég giftist Oddi Bjarnasyni árið 2000 og eigum við 3 stráka..... Gunnar Bjarni 13 ára Patrekur Magni 10 ára Ívar Breki 8-9 nmánaða Við erum búin að búa á Selfossi í næstum 2 ár til reynslu:) sjáumst í sumar

Runa Gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 20. mars 2009

Þuríður Guðmundsdóttir

Þuríður Guðmundsdóttir

Sæl verid þið frænkur og frændur ég heiti Þura og er dóttir Runu og Guðmundar og er næst elst af 5 syskinum Sigga Jóna elst ég Sigurbjörg Agnar og Friðrik.Ég á 3 börn Vigdísi 29 Harald sem verður 17 og litla barnið Magnús sem verður 15 ég á líka eina prinsessu(barnabarnið)Anítu kristrúnu sem verður 7 ára og við búum öll í Grimsby á Englandi.Við komumst því miður ekki á ættarmótið í sumar því hún Vigdís er að fara að gifta sig honum Robert en veit að það verður gaman og hugsa til ykkar allra( Alltaf gaman þar sem Lassar koma saman)Þura

Þuríður Guðmundsdóttir, fös. 20. mars 2009

Þuríður Guðmundsdóttir

Sæl verid þið frænkur og frændur ég heiti Þura og er dóttir Runu og Guðmundar og er næst elst af 5 syskinum Sigga Jóna elst ég Sigurbjörg Agnar og Friðrik.Ég á 3 börn Vigdísi 29 Harald sem verður 17 og litla barnið Magnús sem verður 15 ég á líka eina prinsessu(barnabarnið)Anítu kristrúnu sem verður 7 ára og við búum öll í Grimsby á Englandi.Við komumst því miður ekki á ættarmótið í sumar því hún Vigdís er að fara að gifta sig honum Robert en veit að það verður gaman og hugsa til ykkar allra( Alltaf gaman þar sem Lassar koma saman)Þura

Þuríður Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 20. mars 2009

Hildur Þóra Friðriksdóttir(litla frekjan)

Halló:)ég er Hildur og er orðin 18 ára gömul og er yngst af 4 börnum Sigga Lassa.( Guðfinnur(Gussi),Jón Viðar(Jónsi) og Rúnar).Ég bý í Þorlákshöfn með mömmu minni( Sigrúnu),stjúpföður mínum( Hallgrími) og Rúnari bróðir. Gussi og Jónsi eru búsettir á selfossi með fjölskyldum sínum. Og ég á sko fallegustu frænku í heimi, Klöru Björg dóttir Gussa og Kristínar. Svo á ég líka fallegasta frænda í heimi, hann Friðrik Snæ sem Jónsi og Lilja konan hans eiga. Ég er í Fjölbrautaskóla Suðurlands og er á íþróttabraut.En þetta er komið gott held ég bara:) og ég vona að ég sjái ykkur öll í sumar á ættarmóti í víkinni.

Hildur Þóra Friðriksdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 17. mars 2009

Dagrún litla Dæta

Heil og sæl, já ég er dóttir Möggu Lassa og systir Sigurjóns, Rúnars og Guðfinns, okey þetta vita allir, en ég er gift og búin að vera það í 7 ár honum Reimar, ég bý í sveit á sauðfé á beit en enga glaðlega kýr úti á túni. Börn á ég 3 og 1 stjúpbarn, sem býr hjá okkur líka þannig að ég er búin að ná henni mömmu:) Allt eru þetta stelpur elst Aníta 16 ára. Stefanía Margrét 9 ára, Unnur Vilborg 6 ára og Helga Björg 3 ára. Já og tvíburar á leiðinni, nei djók!!!! Endilega kíkið við hjá mér í kaffi ef þið eruð á ferðinni um austfirði ég bý á Felli í Bakkafirði. Og fyrir þá sem ekki vita hvar það er þá er það á milli vopnafjarðar og Þórshafnar, fyrsti bær fyrir neðan Gunnólfsvíkurfjallið:) Jæja það er nú bara þannig með mig að ég hef alltaf talað mikið eins og þið mörg vitið, og þar sem ég er að verða búin að skrifa hér heila ritgerð um mig og mína þá læt ég þetta duga í bili! En bestu kveðjur til ykkar allra. Dagrún

Dagrún Þórisdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 16. mars 2009

Hermann Jónsson

Hermann Jónsson

Ég heiti Hermann og er bróðir Bjargar og Árna Péturs, sonur Buggu og Effa og nágranni hans Ara. Ég er í sambúð með Önnu Guðrúnu og við eigum 2 Börn: Selmu Björk 11 ára og Viktor Andra 7 ára. Ég starfa hjá NTV og ég ætla að verða flugfreyja eða módel þegar ég verð stór.

Hermann Jónsson, mán. 16. mars 2009

ibsg@simnet.is

Flott síða hjá ykkur kveðja Siggi

Sigurður Guðfinnsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 15. mars 2009

Björg Jónsd.

Ég er menntaður kennari og starfa við Hofsstaðaskóla í Garðabæ og við fjölskyldan búum einmitt þar. Ég er í sambúð með Einari Þorsteinssyni og við eigum tvö börn Jakob Dag 4.ára og Júlíu Sæunni 5 mánaða.

Björg Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 14. mars 2009

Kveðja frá Skaganum

Hæ Flott síða, gaman að skoða allar þessar gömlu myndir.

Elva Jóna Gylfadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 2. mars 2009

Obbamar@simnet.is

Hæ Hemmi og Björg þetta er gott framtak hjá ykkur og Magneu með gamlar myndir ,haldið þessu áfram kv Sæbjörn Larsen

Sæbjörn Larsen Guðfinnsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 27. feb. 2009

Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Flott síða hjá ykkur sjáumst í sumar kv Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Sigurbjörg Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 6. feb. 2009

Dísa og Gunni

Flott síða hjá ykkur Sjáumst í sumar og þá verð ég búin að baka fulla frystikistu:)allir að koma í kaffi:)

Magnea Guðfinnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 4. feb. 2009

Rúna Guðmunda Larsen Gunnarsd

Glæsileg síða hjá ykkur sjáumst í sumar

Rúna Gunnarsd (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 4. feb. 2009

Ranný og Árni

Glæsilegt hjá ykkur..

Ranný og Árni (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. feb. 2009

Þura

Bara að láta vita að ég er búinn að sjá þessa síðu mjög flott hjá ykkur.Kveðja frá Grimsby

Þura (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 2. feb. 2009

joneg@islandia.is

Hæ, Bara að testa hvort þetta virkar.

Jón Eðvald (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 1. feb. 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband